xN2014logono122netNýr formaður Bæjarmálafélags Seltjarnarness 12.05.2013
Halldóra

Á aðalfundi Bæjarmálafélags Seltjarnarness sem haldinn var 7. maí síðastliðinn var Halldóra Jóhannesdóttir Sanko kjörin formaður félagsins. Halldóra sem er 38 ára þroskaþjálfi og starfar sem yfirþroskaþjálfi í sérdeild fyrir einhverfa í Fellaskóla  skipaði 12. sæti á Neslistanum við síðustu sveitarstjórnarkosningar og situr í félagsmálaráði fyrir hönd Neslistans.  Auk þess sat hún í stjórn Starfsmannfélags Seltjarnarness í nokkur ár og er nú varaformaður Þroskaþjálfafélags Íslands.

Aðrir í stjórn Bæjarmálafélagsins eru: Brynjúlfur Halldórsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Jens Andrésson og Kristín Ólafsdóttir. Varamenn: Felix Ragnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Helga Charlotte Reynisdóttir.

Til baka...