xN2014logono122netHalldóra endurkjörin formaður Bæjarmálafélagsins 01.04.2014
Halldóra

Á aðalfundi Bæjarmálafélags Seltjarnarness sem haldinn var 31. mars síðastliðinn var Halldóra Jóhannesdóttir Sanco endurkjörin formaður. Aðrir í stjórn voru kjörin: Brynjúlfur Halldórsson, Ingunn Þorláksdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir. Í varastjórn voru kjörin: Jens Andrésson, Oddur Jónas Jónasson og Helga Charlotte Reynisdóttir.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var rætt um komandi sveitarstjórnarkosningar og samþykkt að stilla upp á Neslistann að þessu sinni. Það hlutverk fær þriggja manna uppstillingarnefnd sem kjörin var á fundinum og Kristín Ólafsdóttir leiðir. Uppstillingarnefnd skilar niðurstöðu sinni á næstu dögum.

Til baka...