xN2014logono122netPrófkjör 20. febrúar 18.01.2010

Bæjarmálafélag Seltjarnarness efnir til prófkjörs vegna vals frambjóðenda á framboðslista í sveitarstjórnarkosningum 29. maí 2010 samkvæmt ákvörðun félagsfundar 26. nóvember 2009 síðastliðinn. Ákveðið hefur verið að prófkjörið fari fram 20. febrúar 2010. Framboðsfrestur rennur út á hádegi mánudaginn 1. febrúar 2010. Ákvörðun um prófkjörsstað liggur ekki fyrir.

Niðurstaða í prófkjörinu er bindandi fyrir tvö efstu sæti. Stjórn félagsins gerir að öðru leyti, í samvinnu við prófkjörsnefnd, tillögu um framboðslista á grundvelli niðurstöðu prófkjörs og leggur fyrir félagsfund/aðalfund 12. mars 2010 til staðfestingar. Rétt til að kjósa í prófkjörinu hafa þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi á prófkjörsdag og hafa öðlast kosningarétt 29. maí 2010.

Rétt til að bjóða fram í prófkjörinu hafa allir íbúar Seltjarnarness, sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag 29. maí 2010, samþykkja stefnu félagsins með undirritun og eru fullgildir félagar í Bæjarmálafélagi Seltjarnarness (þurfa að hafa greitt félagsgjald fyrir árið 2010).

Frambjóðendur þurfa að skila framboði sínu skriflega, ásamt persónuupplýsingum og ljósmynd (a.m.k. á stafrænu formi), til formanns prófkjörsnefndar, Guðrúnar Helgu Brynleifsdóttur (heima: Bollagörðum 61 á Seltjarnarnesi; vinnustaður: Borgartún 25 í Reykjavík) ásamt undirritun a.m.k. tíu meðmælenda. Frambjóðendur skulu tilgreina hvaða sæti á framboðslista þeir sækjast eftir.

Meðmælendur skulu vera með lögheimili á Seltjarnarnesi og hafa náð 18 ára aldri á kjördag 29. maí 2010. Nánari upplýsingar um prófkjörsreglurnar verða aðgengilegar á vefsíðu Bæjarmálafélagsins (sjá prófkjörsreglurnar).

Eyðublað fyrir tilkynningu um þátttöku í prófkjöri og meðmælendaskrá.

 
 
Til baka...