Prófkjör Neslistans - 8 í framboði
10.02.2010
Prófkjör Bæjarmálafélags Seltjarnarness við val frambjóðenda á Neslista fyrir sveitarstjórnarkosningar, 29. maí 2010, verður haldið laugardaginn 20. febrúar 2010 í Valhúsaskóla. Prófkjörið fer fram frá kl. 10 og stendur til kl. 16.
Rétt til að kjósa í prófkjörinu hafa þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi á prófkjörsdag og hafa öðlast kosningarétt 29. maí 2010.
Í framboði eru:
- Árni Einarsson, 1. sæti
- Brynjúlfur Halldórsson, 2.-4. sæti
- Edda Sif Bergmann Þorvaldsdóttir, 5.-6. sæti
- Felix Ragnarsson, 3.-4. sæti
- Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir, 4.-5. sæti
- Húnbogi Þorsteinsson, 5.-6. sæti
- Kristján Þorvaldsson, 1.-2. sæti
- Þorsteinn Sæmundsson, 1. sæti
Nánari upplýsingar veitir formaður prófkjörsnefndar:
Guðrún Helga Brynleifsdóttir
894 7408