Á fjölmennum aðalfundi Bæjarmálafélags Seltjarnarness 28. maí síðastliðinn var Brynjúlfur Halldórsson endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir stjórnarmenn voru kosnir Stefán Bergmann, Árni Einarsson, Jens Andrésson og Ragnhildur Guðmundsdóttir. Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Felix Ragnarsson, Pétur Valur Ólafsson og Kristján Þorvaldsson.
Á fundinum var stjórn heimilað að skipa nefndir m.a. vegna sveitarstjórnarkosninga á næsta ári svo og 20 ára afmæli félagsins sem verður einnig á næsta ári.
Í almennum umræðum var rætt um verkefni félagsins framundan og stöðuna í stjórnmálum og hugmyndir um persónukjör í næstu sveitarstjórnarkosningum. Einnig var rætt um grundvöll Bæjarmálafélagsins, 20 ára afmæli þess á næsta ári og þörf á breyttri stjórnsýslu í bæjarfélaginu.