xN2014logono122netUmhverfishornið - Grænfáninn 14.03.2009

„Til að láta alla vita að við hugsum um náttúruna.“ Þetta var svar fimm ára dóttur minnar þegar ég spurði hana af hverju Grænfánanum væri flaggað við leikskólann Mánabrekku.

Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Á Íslandi er því stýrt af Landvernd og hlaut leikskólinn Mánabrekka þessa virtu viðurkenningu 31. október s.l. í þriðja sinn og því ber að fagna. Leyfi til að flagga grænfánanum er veitt til tveggja ára í senn sem viðeigandi tákn um árangursríka og virka umhverfisstefnu.

Í uppeldisstefnu Mánabrekku er lagður grunnur að virðingu barnanna fyrir umhverfi og náttúru og mikilvægi þess að hlúa vel að þeirri auðlind sem felst í náttúru Íslands. Við foreldrar erum að mínu mati fyrirmynd barna okkar sem lýsir sér m.a. í því að þau endurspegla bæði styrkleika og veikleika okkar daglega lífs.

Því spyr ég hver er umhverfisstefnan heima fyrir?

  • Kynnum okkur ágæti vistaksturs
  • Grænu endurvinnslu tunnuna fyrir hvert heimili
  • Skilum í endurvinnslu pappír og bylgjupappa frá heimilissorpi
  • Skilum drykkjarumbúðum áli,gleri og plasti
  • Hugum að verðmæti rennandi vatns
  • Gætum að orkunotkun á rafmagnstækjum og lýsingu á heimilum
  • Hjólum eða göngum oftar og hvílum bílinn
  • Garðaúrgangur og moltugerð
  • Veljum umhverfisvæn vörumerki og endurskoðum daglegar neysluvenjur 

Það er sjálfsagt mál og skylda okkar allra að leggja þessum málaflokki lið því margt smátt gerir jú eitt stórt. Orð indíánans Chief Seattle frá árinu 1854 geta gefið okkur tóninn: „Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar“

 
Til baka...