xN2014logono122netNý stjórn Bæjarmálafélagsins 24.01.2008

Á aðalfundi Bæjarmálafélags Seltjarnarness þann 24. janúar var kosin ný stjórn fyrir starfsárið 2008.

Brynjúlfur Halldórsson var kjörinn formaður félagsins. Einnig voru eftirtaldir meðstjórnendur kosnir: Stefán Bergmann, Jens Andrésson, Siv Friðleifsdóttir og Árni Einarsson. Varmamenn í stjórn félagsins verða Felix Ragnarsson, Arnþór Helgason og Pétur Valur Ólafsson.

Kristján Þorvaldsson lét af formennska eftir þriggja ára formannssetu og tveggja ára varamannssetu þar á undan. Fær Kristján þakkir fyrir vel unnin störf. Ragnhildur Guðmundsdóttir fær þakkir fyrir góð störf en hún lét einnig af stjórnarmennsku.

Til baka...