xN2014logono122netHætta sem bæjarfulltrúar 28.04.2010

Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúar Neslistans, munu báðar hverfa af Neslistanum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Af því tilefni voru þeim þökkuð góð störf fyrir Bæjarmálafélagið á aðalfundi félagsins í mars síðastliðnum. Guðrún hefur setið í bæjarstjórn síðastliðin tvö kjörtímabil sem oddviti Neslistans en Sunneva hefur starfað að bæjarmálunum á vettvangi Bæjarmálafélagsins frá stofnun þess árið 1990. Á fyrsta Neslistanum var Sunneva í 11. sæti og árið 1994 var hún í 6. sæti listans. Frá árinu 1998 hefur Sunneva verið í 2. sæti Neslistans.

Til baka...