xN2014logono122netMálefnafundur um skólamál og æskulýðs- og íþróttamál 05.05.2010

Fimmtudaginn 6. maí, verður haldinn opinn málefnafundur Neslistans um skóla- og uppeldismál og æskulýðs- og íþróttamál í kosningamiðstöðinni í Blómastofunni við Eiðistorg. Fundurinn hefst kl. 20:00.

Tilgangur fundarins er að skiptast á skoðunum um þessa málaflokka og gefa íbúum kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri við frambjóðendur Neslistans áður en endanleg málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 29. maí verður gefin út. Í málefnadrögum Neslistans um um skóla- og uppeldismál og æskulýðs- og íþróttamál er m.a. fjallað um leikskólagjöld, foreldrastarf, forvarnir, einelti, fimleikahús, Selið og vinnuskóla.

Heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.

Til baka...