xN2014logono122netMálefnafundur um heilsu, velferðarmál, félagsþjónustu og jafnréttismál 10.05.2010

 

Þriðjudaginn 11. maí verður haldinn opinn málefnafundur Neslistans um heilsu, velferðarmál, félagsþjónustu og jafnréttismál í kosningamiðstöðinni í Blómastofunni við Eiðistorg. Fundurinn hefst kl. 20:00.

Í drögum að málefnaskrá um þessi efni er m.a. fjallað um málefni aldraðra, hjúkrunarheimili, fjölskyldumál, útivist og líkamsrækt, ofþyngd barna, atvinnuleysi og jafnréttisfræðslu, svo nokkuð sé nefnt.

Tilgangur fundarins er að skiptast á skoðunum um þessa málaflokka og gefa íbúum kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri við frambjóðendur Neslistans áður en endanleg málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 29. maí verður gefin út.

Heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.

Til baka...