xN2014logono122netNeshlaupið er á morgun 14.05.2010

Laugardaginn 15. maí næstkomandi stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) fyrir Neshlaupinu sem verið hefur árviss viðburður á Seltjarnarnesi um árabil og er nú haldið í 23. sinn.

Hægt er að velja um þrjár vegalengdir í hlaupinu, 3,25 km, 7,5 km og 15 km. er í fjórum aldurshópum, 16 ára og yngri (þ.e. nemendur í 10. bekk og yngri), 17-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri.

Skráning verður í anddyri sundlaugarinnar frá klukkan 9 á laugardagsmorguninn en hlaupið hefst klukkan 11 að lokinni upphitun. Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir 16 ára og yngri (fædda 1994 og síðar). 

Veittir eru verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sæti í öllum aldursflokkum í vegalengdum þar sem tímataka fer fram en einnig fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í 3,25 km. Allir sem ljúka hlaupinu fá markpening og að hlaupinu loknu verða dregnir út fjölmargir útdráttarvinningar. Að loknu hlaupi býður Seltjarnarnesbær þátttakendum frítt í sund.

3,25 kílómetrarnir eru í raun skemmtiskokk, enda ekki tímataka á þeirri vegalengd, nema fyrstu þrjá af hvoru kyni, og því tilvalið fyrir fjölskyldur að draga fram íþróttaskóna og vera með í skemmtilegri tilbreytingu.

Til baka...