xN2014logono122netÁfram með hjúkrunarheimilið 16.05.2010

 

Íbúum Seltjarnarness 67 ára og eldri hefur fjölgað um 40% frá árinu 1998. Mikilvægt er að gera öldruðum kleift að búa sem lengst sjálfstæðri búsetu, en meira þarf til ef heilsan bilar. Þess vegna styður Neslistinn að hjúkrunarheimilið við Valhúsahæð komist sem fyrst í gagnið. Seltjarnarnesbæ stendur nú til boða að gera hliðstæðan samning og nokkur sveitarfélög hafa þegar gert við félags- og tryggingamálaráðuneytið, en níu sveitarfélög hafa átt í viðræðum við ríkið um byggingu hjúkrunarheimila á undanförum mánuðum. Þau eru: Mosfellsbær, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes, Reykjanesbær, Borgarnes, Akureyri og Egilsstaðir.

 Ráðuneytið gekkst nýlega fyrir lagabreytingu sem heimilar Íbúðalánasjóði að lána sveitarfélögum fyrir öllum byggingakostnaði hjúkrunarheimila en gert er ráð fyrir að sveitarfélögin leggi heimilunum til lóð.

Samkvæmt upplýsingum úr félags- og tryggingamálaráðuneytinu er framundan að byggja 360 hjúkrunarheimilisrými vítt og breitt um landið. Það kallar á 1.200 ársverk í uppbyggingunni. Með þessu átaki telur ráðuneytið að takist að loka öllum tví- og þríbýlum á hjúkrunarheimilum.

Það ríkir pólitísk eining um þessa framkvæmd og staðsetninguna við Valhúsahæð og undirbúningur í góðum farvegi.  Það er mikilvægt að hraða þessu verkefni svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Það væri líka kærkomið í atvinnulegu tilliti.

Til baka...