xN2014logono122net,,Íbúar á Seltjarnarnesi vilja hafa skólana sína í fremstu röð" 21.05.2010

 

,,Íbúar á Seltjarnarnesi hafa ávallt viljað hafa skólana sína í fremstu röð, en ekki hefur hugur alltaf fylgt máli og illa ígrundaðar pólitískar ákvarðanir verið teknar,“ segir Hildigunnur Gunnarsdóttir sem skipar þriðja sæti á Neslista í grein í maíblaði Nesfrétta sem kom út í vikunni. Hún segir einnig að í nýjum lögum um grunnskólann sé meðal annars kveðið á um aukið forræði sveitarfélaga á skólarekstri og meira sjálfstæði skóla. Sköpuð séu skilyrði til að mæta kröfum um þekkingu og færni nemenda svo að menntun þeirra standist alþjóðlegan samanburð. Sveitarfélag beri ábyrgð á mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd grunnskólastarfs í sveitarfélaginu. Því beri að setja almenna stefnu um grunnskólahald í sveitarfélaginu og kynna fyrir íbúum þess.

 

Sjá greinina í heild.

Til baka...