xN2014logono122netSkatttekjur standi undir útgjöldum 26.05.2010

 

Ársreikningur Seltjarnarneskaupstaðar fyrir árið 2009 var tekinn til síðari umræðu og afgreiddur á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 12. maí síðastliðinn. Bæjarfulltrúar Neslista, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir, lögðu fram bókun við afgreiðslu reikningsins og ítrekuðu ýmsar athugasemdir sem fram koma frá endurskoðendum hans. Bókun bæjarfulltrúanna er eftirfarandi:

„Ársreikningur 2009 liggur fyrir og Auðunn Guðjónsson endurskoðandi KPMG og kjörnir skoðunarmenn Seltjarnarnesbæjar telja að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sveitarfélagsins á árinu 2009. Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn eru sammála því og samþykkja ársreikninginn með undirskrift sinni.
Í endurskoðunarskýrslu KPMG er gerðar ýmsar athugasemdir sem vert er að vekja t.d. athygli á:

 

  • Að rekstarniðurstaða A og B hluta á árinu var neikvæð um 728.3 M. Rétt er þó að vekja athygli á sérstakri varúðarniðurfærslu langtímakröfu að fjárhæð 348.6 M sem gjaldfærð er í rekstrarreikningi.
  • Að mismunur tekna og gjalda Aðalsjóðs sé um 119.7 M. Þegar til lengri tíma er litið þurfa skatttekjur ásamt fjármunatekjum að standa undir útgjöldum Aðalsjóðs sem hefur það hlutverk að hafa umsjón með hefðbundinni starfsemi sveitarfélagsins. Halli á Aðalsjóði getur ekki gengið til lengdar og nauðsynlegt að grípa til aðgerða og auka aðhald svo áætlanir standist betur.
  • Að viðvarandi halli sé á rekstri Þjónustumiðstöðvar, Fráveitu og Félagslegu íbúðarhúsnæði.
  • Að eftirlit með þróun kostnaðar í fjárfestingarverkefnum sé ekki nægilega markvisst.
  • Að innkaupareglur vanti og heimildir til að stofna til útgjalda séu óskýr og nokkuð skorti á innra eftirlit.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 sem samþykkt var í desember 2009 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri bæjarins á þessu ári. Við samþykkt þeirrar áætlunar var lögð áhersla á að fjárhagsáætlunin yrði skoðuð nokkrum sinnum á árinu 2010 og fylgst vel með tekjum og útgjöldum.

Skatttekjur á Seltjarnanesi hafa alltaf verð með þeim hæstu á landinu þrátt fyrir lægri útsvarsprósentu. Skatttekjur hafa lækkað umtalsvert og eru á árinu2009 397þúsund á íbúa en voru 426 þúsund á árinu 2007. Nú eru tæpir fimm mánuðir liðnir af árinu og bæjarstjórn hefur ekki fengið yfirlit yfir stöðu mála. Það voru gefin fyrirheit um annað í desember 2009.”

Til baka...