xN2014logono122netNeslistinn vill stofna bæjarráð á Seltjarnarnesi 27.05.2010

Neslistinn leggur áherslu á stofnun bæjarráðs á Seltjarnarnesi og telur að stofnun þess efli  eftirlit og greinandi umræðu og yfirvegaða ákvarðanatöku. Neslistinn telur einnig að stofnun bæjarráðs dragi úr meirihlutaræði og styrki aðkomu minnihluta við ákvarðanatöku.

Á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 28. apríl 2010 var samþykkt samhljóða tillaga bæjarfulltrúa Neslista um að setja á laggirnar hóp til þess að móta tillögur um stofnun bæjarráðs á Seltjarnarnesi. Í tillögunni er lagt til að hópurinn skili tillögum til bæjarstjórnar 12. maí 2010.

Þrátt fyrir það var engin tillaga lögð fyrir bæjarstjórnarfundinn sem þá var haldinn og ekki heldur bæjarstjórnarfund 26. maí. Bæjarfulltrúarnir gengu þar af leiðandi eftir málinu með eftirfarandi tillögu:

 „Bæjarfulltrúar Neslistans leggja til að stofnaður verði 3ja manna hópur bæjarfulltrúa sem móti tillögu til bæjarstjórnar um að sett verði á stofn bæjarráð á Seltjarnarnesi. Hópurinn skoði einnig nefndarskipan á Seltjarnarnesi. Lagt er til að hópurinn skili tillögum til bæjarstjórnar 12. maí 2010.” Tillagan var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn og í hópinn voru skipuð Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir. Hópurinn hefur nú fundað og breytingartillögur liggja fyrir.  Áætlað var að leggja þær fram til umræðu nú á bæjarstjórnarfundi  og afgreiða á síðasta fundi bæjarstjórnar 9. júní 2010. Það vekur því athygli að tillaga um  breytingu á bæjamálasamþykkt Seltjarnarness er ekki á dagskrá fundarins í dag.  Það er hér með óskað eftir því að tillagan verði tekin á dagskrá fundarins í dag, kynnt og síðan afgreidd á næsta fundi eins og um var rætt.“

Samþykkt var að taka tillöguna á dagskrá til kynningar og afgreiða hana á síðasta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins sem verður haldinn 9. júní næstkomandi.

Til baka...