xN2014logono122netKominn tími á nýjar áherslur 27.05.2010

Í bréfi sem Árni Einarsson oddviti Neslistans sendi nýjum kjósendum á Seltjarnarnesi í dag segir hann m.a. að kominn sé tími á nýjar áherslur í stjórnun bæjarins eftir næstum 50 ára samfellda meirihlutastjórnun sama flokksins (Sjálfstæðisflokksins). ..Það er ekki hollt fyrir lýðræðið að sömu aðilar fari of lengi með svo mikið vald,“ segir Árni.  ,,Við viljum breyttar áherslur og nýja sýn í stjórnmálum. Við viljum að ákvarðanir snúist um fólk en ekki flokka.“

Árni segir einnig að Neslistinn vilji að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og málefnalegir í umfjöllun um málefni bæjarins, að bæjarstjórn hlusti vel á íbúana og hafi þá með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir sem skiptar skoðanir eru um. Þannig byggjum við upp lýðræði, tryggjum íbúum áhrif og veitum stjórnendum bæjarins nauðsynlegt aðhald og stuðning þegar þess þarf.

Til baka...