xN2014logono122netHægt að skoða fundi bæjarstjórnar á netinu 02.09.2010

Fram kom í svari bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar 18. ágúst síðastliðinn við óskum bæjarfulltrúa Neslista og Samfylkingar frá 16. júní um aðgengi að upptökum frá fundum bæjarstjórnar að ákveðið hafi verið að hafa aðgengilegar á netinu upptökur af bæjarstjórnarfundum a.m.k. sex mánuði aftur í tímann. Upptökur hófust 12. maí og hafa fundirnir verið settir inn á heimasíðu bæjarins. Hægt er að horfa á bæjarstjórnarfundina í beinni útsendingu á netinu.

Til baka...