xN2014logono122netBara karlar ráðnir 13.10.2010

Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í dag (13. október 2010) samþykkti meirihlutinn tillögu fjárhags- og launanefndar um ráðningu fjögurra yfirmanna hjá bænum. Stöðurnar voru auglýstar eins og skylda er en athygli vekur að þrátt fyrir margar umsóknir af báðum kynjum um stöðurnar fjórar voru einungis karlar ráðnir. Bæjarfulltrúar Neslista og Samfylkingar gerðu athugasemd við þetta með svohljóðandi bókun á fundinum:

,,Við sitjum hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningar í nýjar stöður yfirmanna hjá bænum með vísan í athugasemdir okkar við samþykkt meirihluta bæjarstjórnar á nýju skipuriti bæjarins hinn 8. september síðastliðinn sem við teljum illa að staðið. Við vísum einnig til jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar þar sem því er beint til framkvæmdastjóra sviða bæjarins að sjá til þess að markmið jafnréttisáætlunarinnar nái fram og að þeir stuðli að auknu jafnrétti kynjanna í allri starfsemi á vegum sviðanna. Þar segir einnig að stjórnendur stofnana skuli gæta þess að jafnrétti endurspeglist í ákvörðunum þeirra við ráðningar starfsfólks. Þessi skylda á einnig við um bæjarstjórn sem, samkvæmt bæjarmálasamþykkt, ræður starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá bæjarfélaginu,

Sú tillaga sem hér liggur fyrir um ráðningu nýrra yfirmanna gerir ráð fyrir að einungis karlar séu ráðnir. Með því teljum við að bæjarstjórn gangi á svig við eigin samþykkt og stefnumörkun í jafnréttismálum."

Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista

Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar

 

Hinir nýráðnu eru:

Snorra Aðalsteinsson í starf félagsmálastjóra Seltjarnarnesbæjar
Haukur Geirmundsson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Seltjarnarnesbæjar
Gunnar Lúðvíksson í starf fjármálastjóra Seltjarnarnesbæjar
Baldur Pálsson í starf fræðslustjóra Seltjarnarnesbæjar

Til baka...