xN2014logono122netSamningur um hjúkrunarheimili undirritaður 05.01.2011

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri undirrituðu 30. desember síðastliðinn samning um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.Áætlað er að hönnunarvinna hefjist þegar í stað. Framkvæmdir verða boðnar út í kjölfarið en áætlað er að nýtt hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi verði tilbúið seinni hluta ársins 2013.

Samkvæmt samningnum mun Seltjarnarnesbær leggja heimilinu til lóð og annast hönnun og byggingu þess. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun á 40 árum greiða sveitarfélaginu hlutdeild í húsaleigu vegna húsnæðisins sem ígildi stofnkostnaðar. Á síðasta ári var gerð lagabreyting sem heimilar Íbúðalánasjóði að lána sveitarfélögum fyrir öllum byggingarkostnaði hjúkrunarheimila og er samkomulagið gert á þeim grunni. Sambærilegur samningur hefur þegar verið gerður um byggingu hjúkrunarheimilis í sex öðrum sveitarfélögum.

Til baka...