xN2014logono122netSýni ábyrgð 05.01.2011

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, sendi sveitarstjórnarfulltrúum bréf 15. desember síðastliðinn þar sem þeir eru hvattir til samfélagslegrar ábyrgðar við fjárhagsáætlanagerð ársins 2011. Í bréfinu segir m.a. að fjárhagsáætlunin leggi línurnar fyrir öryggi íbúa og kostnaðinum við velferðarkerfið eigi að dreifa, hvort sem er til þjóðarinnar í formi skatta, eða íbúa sveitarfélaga í formi útsvars. Sveitarstjórnarfulltrúar eru hvattir til þess að falla ekki í þá freistingu að slá sig tímabundið til riddara með því að nýta ekki útsvarsprósentuna til fulls, en mæta fjárþörfinni frekar með hækkun gjalda.

Sjá bréf BSRB

Til baka...