xN2014logono122netÍþróttahúsið á Seltjarnarnesi heitir nú Herzhöllin 09.10.2012

Íþróttafélagið Grótta hefur fengið leyfi til þess að kalla og merkja íþróttahúsið sem Herz-höllina. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti til tveggja ára beiðni þess efnis á fundi 18. september síðastliðinn. Í fundargerð frá fundinum segir að erindið sé: Samþykkt til tveggja ára.Nefndin hvetur aðila til að huga betur að stærð og staðsetningu skilta.

Halldór Þór Halldórsson bókar eftirfarandi: Málið hefur ekki fengið þá kynningu sem nauðsynlegt er og þarf að skoða mjög vel auglýsingar einkaaðila á opinberum mannvirkjum vegna fordæmis. Einnig telur hann varhugavert að breyta nöfnum á mannvirkjum bæjarins eins og hér stendur til að gera.

Árni Einarsson bæjarfulltrúi Neslista tók undir bókun Halldórs þegar málið var rætt á fundi bæjarstjórnar 26. september 2012, en sagðist samþykkja erindið að því gefnu að málið yrði rætt betur og skýrar línur lagðar um hvernig merkingum og nafngiftum mannvirkja í eigu bæjarins skuli háttað. Sagðist hann líta á nöfn á mannvirkjum sem hýsa grunnþjónustu fyrir bæjarbúa eins og nöfn í náttúrunni. Ekki eigi að hringla með þau.

Til baka...