xN2014logono122netNorðurpóllinn kveður Nesið 10.04.2013

 

Í sumar mun Norðurpóllinn leikhús missa húsnæði sitt á Seltjarnarnesi og flytja starfsemi sína úr bænum. Hópurinn segist þó ætla sér að halda ótrauður áfram að styðja við og skapa list á Íslandi. Kveðjusýning Norðurpólsins á Nesinu verður verkið Nýjustu fréttir sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn október og var einnig hluti af ,,off venue” dagskrá Iceland Airwaves hátíðarinnar. Hætt var að sýna verkið fyrir fullu húsi og færri komust að en vildu. Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að bæta við örfáum aukasýningum nú í apríl 2013.


Samkvæmt upplýsingum frá Norðurpólnum fjallar leikverkið Nýjustu fréttir um samband okkar við fréttir á myndrænan og gamansaman hátt. Sýningin var unnin í spunavinnu með öllum hópnum og þar fléttast saman brúðuleikhús, myndbandsverk, dansleikhús og lifandi tónlistarflutningur Sóleyjar Stefánsdóttur.

Gagnrýnendur hafa tekið verkinu vel, eins og sést á eftirfarandi dæmum:


,,verk sem lætur engan ósnortinn (...) algert konfekt fyrir bæði eyru og augu".
5 stjörnur, Elísabet Brekkan, Fréttablaðið

,,afskaplega fallegt sjónrænt listaverk, uppfullt af smáatriðum sem koma á óvart (...) ferskur blær í íslenskt leiklistarlíf”.
Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Víðsjá

,,Hvað eftir annað var maður forviða á hugkvæmninni og hugfanginn af fegurðinni sem allt í einu umlukti flytjendur”.
Silja Aðalsteinsdóttir, TMM

Frekari upplýsingar um leikhópinn má fá á: vavavoom.theatre@gmail.com  og www.vavavoomtheatre.com

Sýningarnar eru á eftirtölum tímum:
18.apríl kl: 20.00
19.apríl kl: 20.00
20.apríl kl: 20.00
26.apríl kl: 20.00
27.apríl kl: 20.00

Hægt er að kaupa miða á  Mida eða í midasala@nordurpollinn.com

Til baka...