Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var 18. júní síðastliðinn var kjörið í nefndir sveitarfélagsins fyrir komandi kjörtímabil. Að sögn Árna Einarssonar oddvita Neslistans náðist ekki samkomulag á milli minnihlutaframboðanna um fjölda fulltrúa í nefndum.
» NánarTekinn hefur verið saman kostnaður Neslista vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum. Alls var varið 289.530 krónum í kosningabaráttuna, þ.e. auglýsingar, útgáfu og tengda liði.
» Nánar![]() |
Árni Einarsson |
Í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru 31. maí síðastliðinn hlaut Neslistinn 12,83% atkvæða og einn bæjarfulltrúa líkt og í síðustu kosningum. Bæjarfulltrúi Neslistans er Árni Einarsson og varabæjarfulltrúi Hildigunnur Gunnarsdóttir.
» Nánar![]() |
Árni Einarsson, oddviti Neslistans, segir mikilvægt að listinn nái a.m.k. tveimur bæjarfulltrúum í sveitarstjórnarkosningunum um mánaðarmótin. ,,Þannig náum við meiri þunga í málflutning okkar og getum fylgt málum betur eftir.“ Árni segir Neslistann ekki gera út á sértæk kosningaloforð. Stefnan sé skýr og Neslistinn hafi í 24 ár verið málsvari félagshyggju, jafnréttis, umhverfisverndar og íbúalýðræðis á Seltjarnarnesi. Það muni ekki breytast.
» Nánar