xN2014logono122netNeslistin áfam með einn bæjarfulltrúa 09.07.2014
Árni Einarsson

Í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru 31. maí síðastliðinn hlaut Neslistinn 12,83% atkvæða og einn bæjarfulltrúa líkt og í síðustu kosningum. Bæjarfulltrúi Neslistans er Árni Einarsson og varabæjarfulltrúi Hildigunnur Gunnarsdóttir.

Úrslit kosninganna á Seltjarnarnesi 31. maí 2014 voru eftirfarandi:
D-listi: 1161 atkvæði (50,33% greiddra atkvæða)
S-listi: 650 atkvæði ( 28,18 % greiddra atkvæða)
N-listi: 296 atkvæði (12,83 % greiddra atkvæða)
B-listi: 101 atkvæði (4,38 % greiddra atkvæða)

Auðir seðlar og ógildir voru 99 (4,29 % greiddra atkvæða)

Á kjörskrá voru 3264 en 2307 greiddu atkvæði og kjörsókn 68,58%.

Til baka

 Eldri fréttir