xN2014logono122netSamstarf Neslista og Sjálfstæðisflokks við nefndarkjör 09.07.2014

Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var 18. júní síðastliðinn var kjörið í nefndir sveitarfélagsins fyrir komandi kjörtímabil. Að sögn Árna Einarssonar oddvita Neslistans náðist ekki samkomulag á milli minnihlutaframboðanna um fjölda fulltrúa í nefndum. Neslistinn hefði lagt áherslu á að eiga fulltrúa í stærstu nefndunum sem skipaðar eru fimm fulltrúum, þ.e.  skipulags- og umferðarnefnd, skólanefnd, íþrótta- og tómstundaráði, fjölskyldunefnd, umhverfisnefnd, menningarnefnd og stjórn veitustofnana. Á það hefði Samfylkingin ekki fallist. Því hefði orðið niðurstaðan að eiga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sem tryggði Neslista fulltrúa í þessar nefndir. Samkomulag Sjálfstæðisflokks og Neslista er að öðru leyti án skuldbindinga og kvaða af beggja hálfu. 

Á fundinum var einnig samþykkt að bæjarfulltrúi Neslistans ætti sæti í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi. Að öðru leyti má sjá skrá yfir nefndarfulltrúa Neslista hér og nefndarskipan Seltjarnarnesbæjar hér.

Til baka

 Eldri fréttir