xN2014logono122netLeiðarljós og áherslur Neslistans 2014-2018

 

Jafnréttismál

 

Leiðarljós:  Nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum bæði kvenna og karla. Stuðla að jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla í samfélaginu; að allir fái notið sín án tillits til kynferðis. Leggja áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og ráðum og bæði kyn fái notið starfsþjálfunar og endurmenntunar að jöfnu. Vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla og bregðast við hvers konar mismunum vegna kynhneigðar, lífsskoðana og félagslegrar stöðu. 

  • Gæta kynjasamþættingar við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal í íþrótta- og tómstundastarfi. Hvetja bæði kyn til að sækja um lausar stöður og leggja áherslu á það kyn sem þegar er í minnihluta á viðkomandi sviði/starfsgrein.
  • Starfsfólki sveitarfélagsins sé ekki mismunað í launum eftir kynjum.
  • Gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf,
  • Tryggja sem vinnuveitandi fræðslu um jafnréttismál hjá öllum stofnunum og starfseiningum sveitarfélagsins.
  • Tryggja að nemendur hljóti fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum og kennslu- og námsgögn sem notuð eru í skólum séu þannig út garði gerð að nemendum sé hvorki mismunað eftir kyni, kynþáttum né trúarbrögðum.
  • Vinna markvisst gegn kynferðislegri áreitni, meðal annars með markvissri fræðslu á öllum skólastigum. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.
  • Fylgjast reglubundið með stöðu jafnréttismála innan stofnana sveitarfélagsins og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála innan stjórnsýslu bæjarins.
  • Tryggja að lögbundin jafnréttisáætlun sé virk og í sífelldri endurskoðun.