xN2014logono122netLeiðarljós og áherslur Neslistans 2014-2018

 

Stjórnsýsla og rekstur

 

Leiðarljós: Gegnsæ og lýðræðisleg stjórnsýsla með ábyrgri fjármálastjórn.

  • Íbúalýðræði verði styrkt og allar stærri ákvarðanir séu teknar í samráði við bæjarbúa. Gera rafrænar leiðbeinandi skoðanakannanir um vilja íbúa varðandi stefnumörkun og ýmsar framkvæmdir.
  • Draga úr meirihlutaræði og styrkja aðkomu minnihluta við ákvarðanatöku.
  • Leggja áherslu á opna,  heiðarlega, málefnalega og samstöðuhvetjandi pólitíska umræðu.
  • Sett verði upplýsingastefna fyrir bæjarfélagið og skyldur þess á því sviði skilgreindar með það að markmiði að auðvelda bæjarbúum að fylgjast með starfsemi bæjarstjórnar og þeim viðfangsefnum sem eru á döfinni hverju sinni. Starfrækt sé öflug, gagnvirk vefsíða bæjarins til að auðvelda íbúum aðgengi að upplýsingum og þjónustu.
  • Verkaskipting, samhæfing stofnana, embættismanna og fagnefnda sé skýr.
  • Ábyrg fjármálastjórn og álögum á bæjarbúa stillt í hóf.
  • Lágmarka yfirbyggingu sveitarfélagsins.
  • Styrkja möguleika Seltjarnarness sem sjálfstæðs sveitarfélags til framtíðar með öflugu samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars felur í sér aukið valfrelsi í þjónustu óháð búsetu.